Wednesday, November 05, 2008

Maður bara trúir þessu ekki!!

Obama vann!!!
Ég vildi það svo innilega en maður var svo hræddur um að gamli kallinn McCain mundi vinna vegna suðuríkjanna.
En gleði ríkir yfir hér:)
Ég held að þetta eigi eftir að gera ekkert nema góða hluti fyrir heimin. En svakalegt samt að láta það á herða eins mans. Ég hef trú á honum.

Fór á skauta á laugardaginn, Sjúklega er það gaman. Var búin að gleyma því. Svo kenndi Daryl mér að krossa svo ég lít takk fyrir lít út fyrir að vera sjúklega góð.hehe

Já allt er víst að fara til fjandans heima. Bankafólk fær feldar niður skuldi. vissi ekki að það væir hægt, annars hefði ég nú bara fengið mér svaka lán og fengið mér leiðinlega vinnu í banka. hehe
Á eftir að fá vafasamt sjokk þegar ég kem heim um jólin. En held reyndar að ég verð nett undirbúin fyrir það vona ég allavega, við komum okkur upp úr þessu við erum ekki víkingar fyrir ekki neitt!!! já og heyriði það!!!

En Anouska á afmæli á laugardag svo við Nina ætlum að gera okkur til saman hjá henni og elda saman, þar sem ég er stylistinn hennar hehe innan gæsalappa. Þá verð ég að klæða hana upp og svo verður skellt í okkur brennivíns skotum.úff á maður eftir að verða fínn og sjúskaður..hehehe

Get vallað hugsað vegna þessara flugelda hér.. það er verið að halda upp þessa seinni heimstyrjöld og það að mínu mati er gert allt of miki úr þessu. En það eru allir með svona rauða rós í brjóstinu til að minnast stríðsins og kom nú einn voða sætur kall og bankaði hér upp á og spurði hvort ég vildi ekki kaupa. Ég þessi fátækur námsmaður sagði æjj ég er ekki bresk, pældi ekkert hvað ég var að segja eða hvað þetta kostaði, Eina að ég ætti pening til að kaupa klósettpappir á morgun.ehhe En hann sá aumkunn mína í augum mínum svo hann gaf mér hana og sagði njóttu svo..hehe:) og ég mun ávalt gera það:)


Mynd dagsins