Monday, February 25, 2008

Annað eins..!!

HEHE aldrei hef ég lent í öðru eins. Ég og Lilja ákváðum að vera rólegar á laugardaginn og hafa svona kósý kvöld. Svo þá var farið í tesco og keypt fullt af nammi , vín og meira. Reyndar klikkuðum við á einu og það var að vínið sem við völdum var planda út í bollu og var ekki með neitt áfengi í sér og við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar heim og búnar að opna flöskuna, veltandi okkur fyrir afhverju það væri svona skrítið bragð af þessu víni eiginlega..hehe
En það er ekki það sem ég er að tala um, seinna um kvöldið þegar við vorum búnar að horfa á fyrstu seriu af grey's anatonamy ákvað ég nátturulega að fara heim að sofa. Enda uppgefin eftir hörku viku:)
Ég tók bussinn heim og á svona hálfri leið stoppar hann beint fyrir framan shoppu og vitið hvað vagnstjórin gerði? Hann hoppar út úr strætó læsir hurðinni svo bókstaflega við vorum læst inni í strætó og hann fer inn í shoppuna og kaupir sér vatn..heheh svo kemur hann aftur inn í vagnin í sínum makindum og leggur af stað. Hehehe þetta hef ég aldrei lent í .. og fyrsta sem mig datt í hug var að aldrei myndir þetta gerast á íslandi.heheh

En já eins og er, er alveg brjálað að gera í skólanum. Ég á að skila fyrsta verkefni þessara annar inn næsta þriðjudag svo maður verður að vera duglegur í þessari viku og klára það.

Á laugardag er svo Þorrablót hér í Londúnarborg og erum við 8 að fara saman reyndar bara tveir íslendingar..hehe Einn frakki, Einn íri og rest bretar.
En það verður haldið í millenium hotel mayfair sem er svaka fensy hótel og verðu jagúar að spila undir dansleik.. hlakka ekkert smá til:) þeir eru svo góðir.

En þá fer að stittast í að ástin mín og Hildur ýr komi til mín sem er innan við 2 vikur. Og er búið að plana allt sem á að gera þegar hún kemur.. fáið að frétta það eftir á því allt er ekki 100%.

En ég ætla að fara drekka kaffið mitt:) og lesa fréttirnar í heiminum:)

Wednesday, February 20, 2008

Stereopfonics!!!

Lauren elsku ástin mín bauð mér á einka tónleika með Stereopfonics sem var á Hospital og var bara fólk á gestalist sem komst á þá, svona private 200 manns.. ekkert smá kósý:)
Þegar ég koma þar voru Nick og Anouska upp á barnum og Nick spurði mig hvort ég vildi ekki einhvað af barnum en ég sagði nei ég á ekki peninga og Nick leit svona á mig með svip og sagði Clara það er frítt..heheh svo ég nátturulega beint á barinn:)

En já annað en að sjá Kelly sem er fucking hot by the way að finna svo út að hann er ekki nema 160 sm hár.. var ekkert smá mikið svekkelsi.
En þegar þeir voru búnir með sitt spil voru þeir kallaðir aftur upp og þá tók Kelly maybe tomorrow.. geggjað lag. Svo komu allir hljómsveita meðlimir upp og sögðust vera með leynigest.. og vitið hver það var...Enginn annar en Ronnie í Rolling Stone og tóku þeir eitt lag saman... :)

Þetta var alveg meiriháttar og svo eftir allt fórum við upp á barinn og stuttu seinna komu þeir kallarnir upp og sátu á borðinu við hliðin á okkur.. ég var algjör gunga að fara ekki yfir og tjatta en alla vega hér eru nokkrar myndir af þessu:)





Við stelpurnar á tónleikunum:)



Kelly og Ronnie saman:)

Monday, February 11, 2008

Kerrang tour 2008

Vá aldrei skemmt mér eins vel í háa herrans tíð:)

Allt byrjaði þetta á Miðvikurdaginn með að ég og Lilja ákváðum að labba hringin í kringum London.. eða svona næstum.. og okkur langað að fara djamma á föstudaginn svo ég bjallaði í Nick og spurði hvort hann vildi koma með. En þá í staðin bauð hann mér og Lilju á Kerrang tourinn bæði tónleikana og eftirparty:) ekkert smá góður.. enda er ég nú fyrrverandi:)(já fólk skilnaðarpapírarnir eru komnir í gegn)

En já skilaði síðasta verkefni fyrstu annar á föstudaginn og loks allur kvíði farinn:)
gerði mig til eftir skóla og tók bussinn til Lilju og tók eina rauða með:)

Klukkan hálf 8 hittum við Nick, Gísla, Anousku og Lauren fyrir utan höllina og fórum inn og beint upp á VIP salinn:) FLottur á því mar:)

En það var svo leiðinlegt í Vip salnum svo við skelltum okkur öll á gólfið og þá var Nina og restin komin:)

Eftir tónleikana var Lilja farin að deyja úr hungri að hún öskraði.. þannig það var farið beint með hana heim.. nei segji svona hehe. Við fórum á einhvern kína stað vibbi. En þá hringdi Auður systir Halla og ég varð að hlaupa að pikka hana upp á Tubeinu:) Hún var með kallinn sinn með hann Sigurjón og komu þau með okkur í eftirparty. Það var frítt áfengi og alles:) Enda var fólk orðið nokkuð skuggalegt þegar það fór að líða á kvöldið..heheh

Enda missti ég röddina í fyrsta skipti á minni ævi og hún hefur ekki látið sjá sig.
Er að verða svolítið pirruð á því en ég fór og skráði mig hjá lækni áðan og fer á morgun að tékka á þessu.


Ég og Lilja í ViP salnum:)


Anouska, moi, Lilja og Nina á tónleikunum.


Auður, ég að rokka og Lilja í eftirpartyinu:)


Ein af Stuart í lokin sem gjörsamlega misti sig á dansgólfinu:)hehehe

Já Þorrinn er í gangi og við sem búum hér erum engin undantekning að taka þátt í honum og verður haldin sérsakt Þorrablót 1 mars fyrir alla í London og er ég búin að safna saman föngulegum hópi fólks:)
Meðal annars Lunda Kónugurinn og fyrrverani Lunda Drottning, núverandi Lunda Drottning og fullt að vitleysingum.

Bless bless fuglarnir mínir:)

Tuesday, February 05, 2008

saving my face..!!!

fann þetta ótrúlega gott lag.. sem lýsir mér alveg hvernig ég er í dag, á þessu mómenti.

see the look on my face.
I'm all out of luck
all out of faith
I'll give everything just for a taste
for everthing is here
all out of place
losing my memory
all out of place
saving my face.

leave it all to my
I'll do right thing
baby leave it all to my
I'll do the right thing
do the right thing.


Framhaldið sem maður getur ekki stjórnar.. kemur með framtíðinni sem maður á að taka með opnum ömrum og ekki festa sig í fortíðinn.. bara minnast þess að maður á vini sem þykja vænt um mann og lífið heldur áfram.. með bjartri von:)