Tuesday, September 25, 2007

SKÓLI!!!!

Vá ég held að ég hef aldrei verið eins ánægð á minni ævi að vera byrjuð í skólanum:)

Loksins...Hann byrjaði formlega í gær og eru bara búið að vera kynningar og svoleiðis fyrir nýnema. Það er búið að vera sýna okkur allt. Kjaftaður í rugl og ég veit ekki meir. Afskaplega geta bretar talað mikið um sama hlutinn.

Fengum okkar fyrsta verkefni í dag sem er mjög áhugavert. Við eigum að kortleggja frá Swiss RE og að skólanum. Ef fólk veit ekki hvar hann er þá get ég ekki hjálpað því ég veit það ekki heldur...:) En hann er einhverstaðar hinum megin við ánna(River Thames).

Já Haldið ekki að það hafi verið Íslendigur hér í sama course og ég. haha Þeir lauma sér allstaðar. Ótrúlegt, En hún heitir Elín og það er ekkert smá fínt að kynnast einhverjum strax. Við erum einmitt saman í hópi þannig að við hljápumst að, þegar á reynir.:)

En nú voru mamma og pabbi að kveðja eru einmitt núna út á flugvelli. Svo kemur Erna frænka í byrjun Okt veit ekki alveg hvenær. En það verður gaman að sjá hana:)

Eins og Bretarnir segja það túrúlú

Wednesday, September 19, 2007

Að koma sér fyrir:)

Jæja þá er sögustund.

Byrjum á því að við lentum kl 11:37 á föstudeginum 14 september. Veðrið var frekar gott og mjög heitt. Tókum við þar taxa eða eins og á góðri íslensku leigubíl, upp í Hype park á hótelið okkar. Komuðum okkur vel fyrir þar og man ekki meir hvað við gerðu þann daginn.
Síðan koma fleiri black out svo það skiptir ekki..jú við fórum einhvern daginn á picadilly circus og á oxford street að versla og enduðum í bíó.

Frá og með deginum sem ég kom hingað og til dagsins í dag man ég ekki mikið og þá algjör óþarfi að eyða orkunni í að rifja það upp.

En í Dag fór ég og móðir mín í IKEA sem er í Tottinham Hale. Vorum svona í 3 tíma inn í búðinn og tókum taxa úr búðinni upp að heimavistinni sem tók svona 1 og hálfan tíma þar sem hálfvita ökumaðurinn fór í gegnum miðborgina á háanartíma.. vitlaus...!!!

Að heimavistinni kominni var byrjað að burðast með allan varninginn inn og koma honum upp á fimmtu hæð.. já ég er upp á fimmtuhæð..og bara stigi..nei bara að stríða það er lifta sem betur fer.. annars hefði ég drepist.

Tók mig svona 2 tíma að setja eina kommúðu saman þetta IKEA dót. Það á að vera allstaðar skrúfur. Ég er bara ekki að ná þessu. En við erum svona háfnaðar því restin af dótinu er enn hér upp á hótelberbergi. Mun ekki gista fyrstu nóttina fyrr en á sunnudaginn næsta þar sem við mæðgurnar erum bara einar:( En örvæntið ei Stóri kallinn er að koma á föstudagskvöldið 21 september og verður fram eftir helgi:) það verður gaman. Maður er farinn að sakna Gamla nei ég meina Unga og ferska Kallsins:)

En nó í bili ég fer upp í skóla á föstudaginn til að innrita mig og svo byrjar hann á mánudaginn. Þá verður allt sett á fullt.

Á morgun ætla ég að liggja í leti þar sem ég er búin að hreyfa mig og mikið síðustu dag.:)

Takk sakna ykkar allra á klakanum.. sérstaklega þín:)




Ef þið voruð búin að gleyma hvernig ég leit út:)

Thursday, September 13, 2007

Brottför!!


Já þá er bara komið að þessu. Brottför kl 8 í fyrramáli Föstudagsins 14 september.:)
Maður er nú búinn að vera nett rólegur yfir þessu, aðeins öðruvísi en þegar ég fór til Frakklands. Þá gat ég ekki beðið eftir að komast í burtu frá þessu ömurlega landið sem ég var búin að fá nóg af. En annað er upp á teningnum núna. Nú er ég bara rétt byrjuð að pakka, ekkert stressuð eða kvíði. Ég er líka farin að venjast lífinu hér heima og það bara orðið nokkuð gott með vinunum og öllu. bara opin fyrir öllu.

Þetta á eftir að vera alveg geðveikt gaman. Fullt að fólk að koma í heimsókn. Byrjar á að mamma kemur með mér á morgun og svo ætlar pabbi að koma næstu helgi. Síðan kemur Erna frænka veit samt ekki alveg hvenær og Binna frænka er líka á leiðinni. Svo í endan október kemur pabbi og allir mávarnir og þá verðu sko kíkt með þá á pöbb eitt kvöldið.

það verður stemmari:)

En já ég verð með þessa síðu til að fræða ykkur um það sem ég er að gera af mér.:)