Wednesday, March 26, 2008

Hey sorry maður:/

Það er búið að vera svo þétt að maður gleymir þessu alveg.

En svona hafa Páskarnir verið hjá mér.

Ég kom heim fimmtudaginn 13 mars með henni Hildi minni sem var búin að vera hjá mér í 6 daga.. Mjög ánægð að hafa fengið hana í heimsókn:) Takk Hildur mín:)
En við kunnum ekki að sofa svo ég varð eina ferðina enn vakandi í 35 tíma.. svo ég var uppgefin þegar ég koma heim og var bara farið í bólið.

Á föstudeginum var skelt sér á djammið með Kolbrúnu frænku og svo þunn daginn eftir keyrt norður til Ernu frænku og Ísabellu skvísu sem var að fermast:) til lukku.
En við gistum þar eina nótt og um kvöldið var nett kósy hjá okkur systkynabörnum og mökum sem voru á staðnum og var spilað og haft gaman:)

Vikan sem kom þar á eftir var mikill lærdómur og heimsóknir.
Plús fermigin hennar Anítu sem var vægast sagt over the top!!
Og nátturulega átti kallinn afmæli en þurfti endilega að vera úti í Kína eina ferðina enn..!

En páskarnir voru fínir djamm, páskaegg og leti...

Er farin að læra aftur og gengur bara rosa vel ef fólk hefur áhuga.

Birta er hér og er að öskra eins og vitleysingur.. svo maður þarf að fara koma sér út úr húsi.

Bless Bless

Monday, March 03, 2008

DJö líður tíminn hratt..!!!

Laugardaginn síðast var Þorrablót hér í London og skeltum við okkur nokkur saman en það voru Lilja, Hicham, Anouska, Stuart og Nick.
Það var nátturulega íslenskur matur og maður plataði bretana til að smakka hákarlinn.. ehehe og þau frussuðu honum út..hehe.
Ásgeir Kolbeins og Halla voru veislustjóra og voru þau vægast sagt slæm. Aldrei séð eins lélega veislustjóra. En það skipti engu máli ég talaði bara við þau á borðinu og þurfti þá ekkert að vera þýða það bull sem veislustjórarnir voru að segja.

Þetta var bara mjög gott kvöld og enduðum við í eftirpartyi heima hjá Stuat sem á heima í geggjaðri íbúð mig langar að flytja inn til hans..hehehe og hann er með sundlaug.. erum við að tala um miami eða hvað!!!

Hér eru nokkrar myndir af kvöldinu:)










Svo er Hildur engillinn minn að koma á Föstudaginn og akkurat þá erum við í nemó búin að arensera partyi:) svo það verður svaka stuð:)

Og svo er mín bara að koma heim í næstu viku.. djö líður tíminn hratt... ég var að koma hingað..hehe
En veriði í bandi við mig, því tíminn er fljótur að líða.

Bless bless