Friday, August 29, 2008

Heimkoman mikla

Þetta byrjaði allt með að við fórum, sem sagt ég, mamma, pabbi og amma, upp í Kjarvalstaði þar sem aðstaðendur landsliðsmannana áttu að hittast saman. Þar var boðið upp á kampavín og alles. Þegar allir vorum komnir þar um 4 leytið var farið út í rútur sem voru fyrir utan og haldið af stað út á Reykjavíkurvöll. Og engin smá akstur, við fengum lögreglufylgd sem lokuðu götum og stoppuðu umferð svo við kæmust ferðar okkar, enda vorum við nú að ná í bróður minn common. Okkur var keyrt inn baka til og komum inn um lokað hlið þar sem fullt af litlum flugvélum voru parkeraðar. Svo komum við að flugskýli 1 þar sem all nokkrir blaðamenn voru svo maður fór og faldi sig inn í skýlinu..hehe
En þar biðum við dágóða stund eftir að strákarnir myndu koma og var bara fín stemming á milli manna þar enda allir spenntir að fá strákana sína heim. Hitti ég þar Helgu hans Sverre sem er algjört æði verst er að þau eru flutt heim og maður getur ekki hitt þau í tysk þegar maður kemur í heimsókn til búðingsins. Svo voru líka allar hinar Marin hennar Snorra enda eru þeir góðir vinir mörgæsin og búðingurinn, hans Hreiðas man ekki hvað hún heitir en það er spes að djamma með henni..heheh
Allar mjög fínar☺
Svo loksins kom vélin og með engum smá látum, lowpass (sem er láflug) og svo kom brunaliðið fyrir framan vélina og aftan, þegar vélin tók beygjuna inn á mótukusvæðið sprautuðu þeir vatni og myndaði það boga yfir vélina, ótrúlega töff.
Vél stöðvaðist og allt liðið kom út og engin smá fagnaðarlæti enda eiga þeir það vel skilið. Komu þeir svo einn á fæti annars niður og þegar ég loksins fann bróðir minn stökk ég á hann og faðmaði hann alveg í rugl. Það er bara ekki hægt að vera stoltari af sínum. Einnig glöð að get séð og knúsað hann áður en ég fer út, maður sér kallinn svo óskup sjaldan og enn sjaldnar eftir að maður stakk af klakan.
Þegar við vorum búin að knúsast og hrósa þá var farið aftur upp í rútuna og fórum við upp í Kjarvalstaði aftur. Guðmundur var við hlið okkar og var alveg ótrúlega hissa og ánægður á sama tíma.. enda má hann vera vel stoltur af sér að hafa náð þessum árangri.
Við komuna í Kjarvalstaði tók borgastjórinn á móti okkar og Þorgerður Katrín og tók ég í hendi hennar. Hún er svo myndarleg kona og maður getur lært margt af henni. Var reyndar að pæla í hvort hún vildi ekki styrkja mig í náminu en hafði ekki guds í það.hehe
Þegar inn var komið var aftur kampavín og svo veitingar ekkert smá flott.. Loksins ástæða fyrir því að maður borgi skatt hér. Fyrr nefndukonur héltu svo ræður og maður fór á milli og hrósuðum þeim strákum sem maður þekki til hamingju með silfrið. Eftir þetta voru strákunum strax hent út í rútu því þeir áttu að fara að Hallgrímskirkju þar sem almúginn var að bíða eftir þeim að fara niður að Arnarhóli.
Við hin vorum bara róleg og fórum stuttu síðar að týnast út í rútu eina ferðina enn og fara að Arnahóli líka en þegar við komum að fórum við bakvið sviðið þar sem enn meiri matur var og fólk sem átti að fara upp á svið eins og Páll Óskar, en við nokkra, sem sagt ég, Helga, katrín og fleiri vorum svo óþolinmóðar að við fórum að horfa að framanverðu með hinum en svo vorum við látnar vita að það var sér svæði fyrir okkur beint fyrir framan sviðið svo við bara færðum okkar þangað.
Vorum með besta útsýnið og horfðum á alla dagskránna eða þar til strákarnir voru búnir og var þá farið aftur upp í Kjarvalstaði þar sem þeir þurftu að punta sig upp fyrir Bessastaði og var það ekkert smá.
Sem sagt þá var lögreglufylgd alla leiðina í gegnum prógrammið frá Reykjavíkurvelli til Kjarvalstaða og að Arnarhóli og svo til baka.
Á Kjarvalstöðum var svo slúttið og var mikið fát á fólki þar að ná í farangur strákana og koma sér í burtu en eins og vanalega voru við með þeim síðustu í burtu. Ég var að labba um inn eftir að allt var búið og var með litla Gunna í fanginu og leit inn salinn eru ekki nokkrir að skipta um föt í hornum svo maður snéri sér bara við á staðnum og fór í hina áttina..heheh
Við fórum síðan heim í Reykásinn með Gunna litla til að horfa á Róbert á Bessastöðum, við fengum ekki að fara með því þar máttu bara maka koma með. Enda var maður alveg búin eftir þetta allt saman.
Alveg mergjaður dagur og gleymist seint. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fæðst í þessari fjölskyldu og þyki endæmislaust vænt um bróður minn.

Stoltasta systir í heimi.














Tuesday, August 26, 2008

Sumarið að enda

Eitt það magnaðasta afmælisparty var á laugardaginn. Endaði með að okkur var hent út kl hálf 3, annars hefðum við nú bara verið þar til að leikurinn myndir byrja.
Fékk fullt að víni svo gooð to go næstu helgar..hehe

En já nú fer að styttast í að maður fer út.. úff get ekki beðið. Arna er að fara á fimmtudaginn og byrjar að leita af íbúð. SVo fer ég út 8. sept og hjálpa til ef hún er ekki búin að finna. Gisti hjá Ninu fyrstu dagana:) svo kemur Dana 17. sept minni mig.. vona að ég sé að fara með rétt mál. En við erum allavega komnar með þvottavél:) skiptir öllu máli.
Svo verður farið aði ikea og misst sig þar..hehe það er svo auðvelt að missa sig í þessu..Gaman Gaman:)

En Strákarnir eru að koma heim og maður fer með familien að taka á móti þeim verður stemmar maður:)
Ég er svo stolt af honum bróður mínum get ekki lýst því í orðum. Vona að maður fær að kíkka á medalíuna.. væri flott:)

Hlakka líka til að sjá kallinn sé hann ekki aftur fyrr en um áramótin.. sé þetta lið orðið svo lítið.. maður veður að verða duglegri að heimsækja..:/

þreytt stór dagur á morgun:)