Thursday, May 29, 2008

Vá hvað tíminn líður hratt..!!

Já þá skilaði ég inn lokamöppunni minni á Þriðjudaginn og það var svona pínu spenningur í maganun.. hehe.
En við krakkarnir ákváðum að fagna því um kvöld með að fá okkur nokkra öllera eða meira..ehhe

En má ekki gleyma að ég hitti Hafdísina mín á mánudeginum og það endaði í nokkrum öllerum líka svo maður var alveg ágætlega sjúskaður. En þetta hafðist og var mjög góð stemmning allir ekkert smá feignir að þetta sé búið.:)

Annar er sólin mín loksins komin aftur er búin að bíða eftir henni lengi. Er ég og Elín að fara í Covent Garden að kíkja í góða veðrið.:)

Svo kemur ástarpungurinn minn á mánudaginn get ekki beðið:)

En hvað er málið með breta og alltaf að halda í því fram að þeir hafa vesta veður í heimi. Ég fór að þræta við einn um daginn um þetta að þeir væru ekki með neitt slæmt veður miða við Ísland og þeir trúðu því ekki fyrr en ég fór að lýsa því hvernig það væri. Að það sé ómugögulegt að nota regnhlýf því rigningin kemur úr öllum áttum og nátturulega vindurinn muni bara taka hana með sér í buskan.
Yfirleitt þegar ég segi þetta þá þeygja þeir...hehehe.


En vika í að kellingin kemur á klakan.
Heyrumst sjáumst bless bless

Sunday, May 18, 2008

HEHE

Já fólk.

Síðustu tvær vikur eru búnar að vera mjög stressandi og hefur það bitnað mikið á svefninum en svona er þetta.
Hringdi í sendibílstjóra í gær til að fá hann til að flytja dótið mitt næstu helgi og mér var sagt að hann tæki 40 pund fyrir svona flutning en ég náði að prútta við hann svo ég fékk það á 25 pund. Ekkert smá ánægð með það:)

En er að klára það síðasta sem fer í loka möppuna og þá er fyrsta árið búið, trúi ekki að það er á enda. Einnig ekkert smá skrítið Lilja vinkona mín sem er að klára 3 ár í viðskiptafræði er að fara í sitt fyrsta próf á morgun og svo að sjá krakkana hér á heimavistinni vera að lesa á fullu með glósur. hehe Ég fer ekki í nein próf bara mappan sem ég þarf að skila inn svo allt búið.

Á laugardaginn erum við Lilja og Hicham að fara á íslenginga Eurovision party svona sýna smá anda..hehe vona að við komust einhvað áfram.. veit að það gerist ekki. En má vera smá íslendingur.

En nóg í bili þarf að halda áfram.

Bless bless

Tuesday, May 06, 2008

Tyskland 2008

Frúin hún móðir mín átti afmæli þann 29. april og var þá halað öllu liðinu til Tysk og dottið í það eða þannig.
Mamma og pabbi flugi til Heathrow og mætti ég þeim þar og flugum við sama til Köln og þá var Harpa og Erik komin frá Italíu og vorum með Ömmu og Afa í farartaskinu.

Það var alveg rosalega gott veður fyrstu dagana sem við vorum þar og var haldi úti grillveislu og hoppað á risa trompóíninu sem Gunnarsson sett upp fyrir börnin.
Ég verð nú að viðurkenna að ég fór á það nokkrum sinnum en vegna lítils þols var hvert skipti mjög stutt.

En á afmælisdeginum sjálfum var Ungasettinu hent í spa og látið dúsa þar allan daginn. Á meðan sá ég um að redda veggfóðri fyrir íslendinga, það var ekkert smá. Það var svo mikið úrval ég var í himnaríki.
Um kvöldið var farið út að borða á engu öðru en hóteli sem Brad Pitt mælir með. Úff fer ekki á milli mála hver valdi það. En það er kallað duble W og er eldgamall vatnsturn sem var breytt í hótel og veitingarstað.

Vil ég þakka öllum fyrir þessa samverustund og skál í botn og allir úr að ofan.

Hér eru myndir en ekki í réttri röð.. verðið bara að sætta ykkur við það.







Fyllibitturnar:)


Afmælisbarnið og eiginmaðurinn út að borða.


Harpa með gríslingana að fara í bæinn:)


Mín á vespunni!! tók stóran hring og fór meira að segja út í búð.:)


Afi á tropulínunu með liðinu..!!


Ég og mamma út á Heathrow