Thursday, September 13, 2007

Brottför!!


Já þá er bara komið að þessu. Brottför kl 8 í fyrramáli Föstudagsins 14 september.:)
Maður er nú búinn að vera nett rólegur yfir þessu, aðeins öðruvísi en þegar ég fór til Frakklands. Þá gat ég ekki beðið eftir að komast í burtu frá þessu ömurlega landið sem ég var búin að fá nóg af. En annað er upp á teningnum núna. Nú er ég bara rétt byrjuð að pakka, ekkert stressuð eða kvíði. Ég er líka farin að venjast lífinu hér heima og það bara orðið nokkuð gott með vinunum og öllu. bara opin fyrir öllu.

Þetta á eftir að vera alveg geðveikt gaman. Fullt að fólk að koma í heimsókn. Byrjar á að mamma kemur með mér á morgun og svo ætlar pabbi að koma næstu helgi. Síðan kemur Erna frænka veit samt ekki alveg hvenær og Binna frænka er líka á leiðinni. Svo í endan október kemur pabbi og allir mávarnir og þá verðu sko kíkt með þá á pöbb eitt kvöldið.

það verður stemmari:)

En já ég verð með þessa síðu til að fræða ykkur um það sem ég er að gera af mér.:)

1 comment:

H said...

Við söknum þín svakalega Clara okkar!
Farðu vel m. þig þarna úti og vertu obboslega dugleg að læra:)

Hlökkum til að sjá þig um eða fyrir jólin! Þú manst að þú ert alltaf boðin í afmæli hjá litlu frændum þínum sem verða eins árs 19.des!

Kyss og knús frá Landinu kalda,
Heiðdís, Baldur, Ísak Arnar og Úlfur Númi