Wednesday, September 19, 2007

Að koma sér fyrir:)

Jæja þá er sögustund.

Byrjum á því að við lentum kl 11:37 á föstudeginum 14 september. Veðrið var frekar gott og mjög heitt. Tókum við þar taxa eða eins og á góðri íslensku leigubíl, upp í Hype park á hótelið okkar. Komuðum okkur vel fyrir þar og man ekki meir hvað við gerðu þann daginn.
Síðan koma fleiri black out svo það skiptir ekki..jú við fórum einhvern daginn á picadilly circus og á oxford street að versla og enduðum í bíó.

Frá og með deginum sem ég kom hingað og til dagsins í dag man ég ekki mikið og þá algjör óþarfi að eyða orkunni í að rifja það upp.

En í Dag fór ég og móðir mín í IKEA sem er í Tottinham Hale. Vorum svona í 3 tíma inn í búðinn og tókum taxa úr búðinni upp að heimavistinni sem tók svona 1 og hálfan tíma þar sem hálfvita ökumaðurinn fór í gegnum miðborgina á háanartíma.. vitlaus...!!!

Að heimavistinni kominni var byrjað að burðast með allan varninginn inn og koma honum upp á fimmtu hæð.. já ég er upp á fimmtuhæð..og bara stigi..nei bara að stríða það er lifta sem betur fer.. annars hefði ég drepist.

Tók mig svona 2 tíma að setja eina kommúðu saman þetta IKEA dót. Það á að vera allstaðar skrúfur. Ég er bara ekki að ná þessu. En við erum svona háfnaðar því restin af dótinu er enn hér upp á hótelberbergi. Mun ekki gista fyrstu nóttina fyrr en á sunnudaginn næsta þar sem við mæðgurnar erum bara einar:( En örvæntið ei Stóri kallinn er að koma á föstudagskvöldið 21 september og verður fram eftir helgi:) það verður gaman. Maður er farinn að sakna Gamla nei ég meina Unga og ferska Kallsins:)

En nó í bili ég fer upp í skóla á föstudaginn til að innrita mig og svo byrjar hann á mánudaginn. Þá verður allt sett á fullt.

Á morgun ætla ég að liggja í leti þar sem ég er búin að hreyfa mig og mikið síðustu dag.:)

Takk sakna ykkar allra á klakanum.. sérstaklega þín:)




Ef þið voruð búin að gleyma hvernig ég leit út:)

No comments: