Thursday, May 29, 2008

Vá hvað tíminn líður hratt..!!

Já þá skilaði ég inn lokamöppunni minni á Þriðjudaginn og það var svona pínu spenningur í maganun.. hehe.
En við krakkarnir ákváðum að fagna því um kvöld með að fá okkur nokkra öllera eða meira..ehhe

En má ekki gleyma að ég hitti Hafdísina mín á mánudeginum og það endaði í nokkrum öllerum líka svo maður var alveg ágætlega sjúskaður. En þetta hafðist og var mjög góð stemmning allir ekkert smá feignir að þetta sé búið.:)

Annar er sólin mín loksins komin aftur er búin að bíða eftir henni lengi. Er ég og Elín að fara í Covent Garden að kíkja í góða veðrið.:)

Svo kemur ástarpungurinn minn á mánudaginn get ekki beðið:)

En hvað er málið með breta og alltaf að halda í því fram að þeir hafa vesta veður í heimi. Ég fór að þræta við einn um daginn um þetta að þeir væru ekki með neitt slæmt veður miða við Ísland og þeir trúðu því ekki fyrr en ég fór að lýsa því hvernig það væri. Að það sé ómugögulegt að nota regnhlýf því rigningin kemur úr öllum áttum og nátturulega vindurinn muni bara taka hana með sér í buskan.
Yfirleitt þegar ég segi þetta þá þeygja þeir...hehehe.


En vika í að kellingin kemur á klakan.
Heyrumst sjáumst bless bless

1 comment:

Anonymous said...

Jo..fann thig hahahha..hvernig er svo klakinn,afsaka enn og aftur thynnku mina baeti thetta upp med stanslausu fylleri i september hahha..your stuck with me then..

xHx