Tuesday, September 25, 2007

SKÓLI!!!!

Vá ég held að ég hef aldrei verið eins ánægð á minni ævi að vera byrjuð í skólanum:)

Loksins...Hann byrjaði formlega í gær og eru bara búið að vera kynningar og svoleiðis fyrir nýnema. Það er búið að vera sýna okkur allt. Kjaftaður í rugl og ég veit ekki meir. Afskaplega geta bretar talað mikið um sama hlutinn.

Fengum okkar fyrsta verkefni í dag sem er mjög áhugavert. Við eigum að kortleggja frá Swiss RE og að skólanum. Ef fólk veit ekki hvar hann er þá get ég ekki hjálpað því ég veit það ekki heldur...:) En hann er einhverstaðar hinum megin við ánna(River Thames).

Já Haldið ekki að það hafi verið Íslendigur hér í sama course og ég. haha Þeir lauma sér allstaðar. Ótrúlegt, En hún heitir Elín og það er ekkert smá fínt að kynnast einhverjum strax. Við erum einmitt saman í hópi þannig að við hljápumst að, þegar á reynir.:)

En nú voru mamma og pabbi að kveðja eru einmitt núna út á flugvelli. Svo kemur Erna frænka í byrjun Okt veit ekki alveg hvenær. En það verður gaman að sjá hana:)

Eins og Bretarnir segja það túrúlú

No comments: