Sunday, November 04, 2007

British are coming!



Eldvarna bjallan fór af stað eina ferðina enn... ég er ekki að grínast.. djöf er bretar þreytandi á þessu..!!! og í þetta skipti voru ekki bara fullir frakkar að reyna að elda heldur var þetta mánudagsmorgun kl 7 og það var æfing.. takk fyrir.. bara svona til gamans!!!.. voru hin tvö skiptin ekki nógu mikil æfing...!!!

Alveg ótrúlegt með breta líka að það er alltaf svo mikil pappírs vinna við allt.. ég ætlaði í ræktina.. og fyrsta vandarmálið þar var að ég var ekki með breskan bankareikning svo ég þurfti að byrja á því, til að komast í allavega eitt skipti.. svo var það að þú mátt ekki bara fara í eitt og eitt skipti.. þú verður að kaupa minnst mánaðar kort en samt helst árs kort. En ef þú ætlar í mánuð þá þarftu að segja upp sama dag og þú byrjar því þú verður að segja upp mánuði áður.. alveg focked..!!
Svo var ein leið til að komast og hún var þannig að ég borgaði í hvert skipti sem ég fór og ég ætti að borga 15 pund fyrir kennslu á tækjunum.. sem ég kann þegar á en það skipti engu máli því það er svolítið hér sem kallast HEALTH AND SAFTY RULES..!! Þegar ég væri búin að fá kennsluna á öll tækin þá á ég að kvitta undir pappira sem stendur að ég tek ábyrgð á öllum slysum sem gætu hend mig í þessari rækt..Takk fyrir.

En nóg um hvað Bretarnir eru peranauja...!!!

Ég kynntist enn einum íslendingnum þar síðasta föstudag. Nick bauð okkur í íslendinga party því hann alveg elskar þá. Enda er hann, Nina og Stuart að fara taka íslensku tíma í janúar..hahaha.. get ekki beðið eftir að sjá það..ahaha:)
En já þessi íslendingur heitir Lilja og er ekkert smá fín.. við erum búnar að vera rosa "stiltar" frá því við kynntumst:)

en ég ætla að halda áfram að gera módelið mitt... the Invisible city:)

No comments: