Monday, February 25, 2008

Annað eins..!!

HEHE aldrei hef ég lent í öðru eins. Ég og Lilja ákváðum að vera rólegar á laugardaginn og hafa svona kósý kvöld. Svo þá var farið í tesco og keypt fullt af nammi , vín og meira. Reyndar klikkuðum við á einu og það var að vínið sem við völdum var planda út í bollu og var ekki með neitt áfengi í sér og við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar heim og búnar að opna flöskuna, veltandi okkur fyrir afhverju það væri svona skrítið bragð af þessu víni eiginlega..hehe
En það er ekki það sem ég er að tala um, seinna um kvöldið þegar við vorum búnar að horfa á fyrstu seriu af grey's anatonamy ákvað ég nátturulega að fara heim að sofa. Enda uppgefin eftir hörku viku:)
Ég tók bussinn heim og á svona hálfri leið stoppar hann beint fyrir framan shoppu og vitið hvað vagnstjórin gerði? Hann hoppar út úr strætó læsir hurðinni svo bókstaflega við vorum læst inni í strætó og hann fer inn í shoppuna og kaupir sér vatn..heheh svo kemur hann aftur inn í vagnin í sínum makindum og leggur af stað. Hehehe þetta hef ég aldrei lent í .. og fyrsta sem mig datt í hug var að aldrei myndir þetta gerast á íslandi.heheh

En já eins og er, er alveg brjálað að gera í skólanum. Ég á að skila fyrsta verkefni þessara annar inn næsta þriðjudag svo maður verður að vera duglegur í þessari viku og klára það.

Á laugardag er svo Þorrablót hér í Londúnarborg og erum við 8 að fara saman reyndar bara tveir íslendingar..hehe Einn frakki, Einn íri og rest bretar.
En það verður haldið í millenium hotel mayfair sem er svaka fensy hótel og verðu jagúar að spila undir dansleik.. hlakka ekkert smá til:) þeir eru svo góðir.

En þá fer að stittast í að ástin mín og Hildur ýr komi til mín sem er innan við 2 vikur. Og er búið að plana allt sem á að gera þegar hún kemur.. fáið að frétta það eftir á því allt er ekki 100%.

En ég ætla að fara drekka kaffið mitt:) og lesa fréttirnar í heiminum:)

1 comment:

Anonymous said...

Jeiiij TORRABLÓT OG BRENNIVÍN!!!