Thursday, April 24, 2008

Ji dúdda mía..!!!

Segi ég nú bara. Hvað er að ske á klakanum.
Þegar flutningabilstjórarnir byrjuðu að mótmæla þá lenti ég í þeim í ártúnsbrekkunni og var fljót að reyna koma mér í burtu. Svo héldu þeir áfram og lokuðu Reykjanesvegi og ég var bara fegin að geta komist úr landi.
Sá þessar svakalegu fréttir sem gerðust í gær bara áðan þar sem internetið er svo lélegt hér á heimavistinni að ég þarf að fara upp í skóla að sjá þær.
En vá þetta fór alveg úr böndunum og sjá það í beinu viðtali við fréttmann að löggi segir þetta á eftir að fara með valdi. Er hann alveg. Ef löggi lendir í einhverjum lögsóknum út af þessu þá er hér greint og skírt sönnunargagn um að þeir ætluðu að gera einhvað svakalegt í málunum.
Ég segi bara áfram Vöruflutningsbílstjórar þið eruð að gera rétt til að fá athyggli ríkistjórnarinnar. En hvað með greyi Geir horde, af því hann var fast í smá tíma þá ætlar hann ekki að komast í móts við þá. HVER ER ORÐIN SNOBBAÐUR SEGI ÉG BARA.
Að horfa á þetta hér í burtu gaf mér svolítið þjóðarstolt og ég og Lilja höfum mikið að vera tala um þennan sjálfstæðis ego púst sem íslendingar eru með, hvað ég var á móti því. Því við hefðu geta verið komið miklu lengra sem land ef við hefðu bara kyngt þessu sjálfsæðist bullu og notfært okkur aðstæður. Þegar kanin bauðst til að gera vegin fyrir okkur er stórt dæmi sem við áttum að notfæra okkar aðstæður.
Eru íslendingar orðnir svo snobbaðir að það er ekkert hægt að þyggja smá aðstoð og græða peninga í staðin. Þarf ísland alltaf að vera yngsta barnið að sýna foreldrum sínum (norðurlöndin) hvað það er duglegt að gera allt sjálf ( ekki full unnið).
Hvenær ætlar ísland að stækka og átta sig á því að það má alveg fá aðstoð frá öðrum til að ná sínum markmiðum.

Ég er orðin mjög þreytt á þessu sjálfstæðist bullu í íslendingum og fólk ætti að átta sig á því að lífið getur boðið upp á svo miklu meira en rembing.
Þar sem báðir foreldrar mínir eru Sjálfstæðir rembur þá lýsi ég hér með mótmæum gagnvart þeim. OG þeim sem eru í Sjálfstæðistflokknum.


Stjórnar meðlimur skemmtinefndar Architecture Society club.

1 comment:

Anonymous said...

Jæja, mín kæra dóttir,,,

það er bara stór orð, ég er ekkert SJÁLSTÆÐIS kona, er sjálstæð og vel eftir mönnum,konum og málefnum....

Alveg sammála með það að Geir Harde megi fara að aðhafast eða allavega gefa fólkinu í landinu upplysingar um hverju verði spilað út,,,,

Hana nú og gleðilegt sumar til ykkar Liliju(´-´)