Tuesday, May 06, 2008

Tyskland 2008

Frúin hún móðir mín átti afmæli þann 29. april og var þá halað öllu liðinu til Tysk og dottið í það eða þannig.
Mamma og pabbi flugi til Heathrow og mætti ég þeim þar og flugum við sama til Köln og þá var Harpa og Erik komin frá Italíu og vorum með Ömmu og Afa í farartaskinu.

Það var alveg rosalega gott veður fyrstu dagana sem við vorum þar og var haldi úti grillveislu og hoppað á risa trompóíninu sem Gunnarsson sett upp fyrir börnin.
Ég verð nú að viðurkenna að ég fór á það nokkrum sinnum en vegna lítils þols var hvert skipti mjög stutt.

En á afmælisdeginum sjálfum var Ungasettinu hent í spa og látið dúsa þar allan daginn. Á meðan sá ég um að redda veggfóðri fyrir íslendinga, það var ekkert smá. Það var svo mikið úrval ég var í himnaríki.
Um kvöldið var farið út að borða á engu öðru en hóteli sem Brad Pitt mælir með. Úff fer ekki á milli mála hver valdi það. En það er kallað duble W og er eldgamall vatnsturn sem var breytt í hótel og veitingarstað.

Vil ég þakka öllum fyrir þessa samverustund og skál í botn og allir úr að ofan.

Hér eru myndir en ekki í réttri röð.. verðið bara að sætta ykkur við það.







Fyllibitturnar:)


Afmælisbarnið og eiginmaðurinn út að borða.


Harpa með gríslingana að fara í bæinn:)


Mín á vespunni!! tók stóran hring og fór meira að segja út í búð.:)


Afi á tropulínunu með liðinu..!!


Ég og mamma út á Heathrow

1 comment:

Svala said...

takk sömó beib...